Hjúkrunarfræðingur í ígræðsluteymi
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í ígræðsluteymi Landspítala sem staðsett er á almennri göngudeild 10E við Hringbraut. Á ígræðslugöngudeild er sjúklingum og fjölskyldum þeirra sem eru í undirbúning fyrir ígræðslu nýra, eða lifrar sinnt með fræðslu og stuðningi, en einnig nýrnagjöfum. Jafnframt fer þar fram eftirmeðferð hjá þessum sjúklingahópum ásamt hjartaþegum. Samvinna er við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Ígræðsluteymið er mannað tveimur hjúkrunarfræðingum og ritara sem vinna náið með sérfræðilæknum og öðrum fagaðilum.
Í boði er einstaklingsmiðuð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall er 80-100% dagvinna og er starfið laust frá 1. nóvember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Á göngudeild 10E eru einnig sérhæfðar teymismóttökur á sviði skurð- og lyflækninga s.s. meltingarteymi, kviðarhols- og stómateymi og einnig móttaka í sárameðferðir og innrennsli. Þá eru þar innskriftir skurðsérgreina við Hringbraut og svæfingar fyrir allan spítalann. Á deildinni er markvisst unnið að umbótum og framþróun, en þar starfar öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og einkennist vinnuandinn af samvinnu, metnaði og góðum liðsanda.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Undirbúningur og eftirlit með líffæraþegum fyrir og eftir líffæraígræðslur
- Eftirlit með lifandi líffæragjöfum fyrir og eftir aðgerð
- Samskipti við erlenda aðila
- Skráning gagna
- Þverfagleg teymisvinna með sérfræðilæknum og ýmsum fagaðilum Landspítala
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi
- Góð íslenskukunnátta áskilin 3/5
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, Hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5